Er hátt eldsneytisverð slæmt?

Manni finnst það blóðugt að þurfa að borga 10-15.þúsund krónur fyrir að fylla á tankinn á litlum jeplingi, en veltir því fyrir sér um leið hvort þetta háa orkuverð ætti ekki að hvetja fólk til dáða í því að þróa hreina og sjálfbæra orkugjafa. Við íslendingar höfum mikla orku í fallvötnum og jarðvarma, en höfum ekki beislað vindorku að neinu marki enn sem komið er, en þar tel ég að séu mikil sóknarfæri fyrir okkur sem búum hér á þessu vindasama landi. Öflun orku með vindmyllum fer mjög vel saman með vatnsorkuverum, þar sem þá er hægt að stjórna rennslinu í gegnum vatnsaflsvirkjanirnar eftir því hversu vel vindurinn blæs hverju sinni. Síðan getum við hugsað okkur rafbila, vetnisbíla eða jafnveð loftknúin ökutæki sem geta gengið á hreinni íslenskri orku. Mér finnst ganga allt of hægt að þoka þessum málum áfram, en velti því fyrir mér hvort allt of hátt eldsneytisverð gæti aukið áhuga á því að finna betri lausnir á því að koma raforku fyrir í ökutækjum í meira magni en nú er og geyma hana með öruggum hætti.
mbl.is Ríkið lækki bensínskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband