Öryggi í kjarnorkuverum

Þetta mál sýnir svo ekki verður um villst, að öryggi í kjarnorkuverum er í nörgum tilfellum ábótavant. Samt er haldið áfram á sömu braut, í stað þess að leita leiða til að framleiða orku í meiri sátt við umhverfið sem mengar minna og skapar minni hættu. Ég minni á að það er mikil vakning víða í Evrópu um að frameiða orku á vistvænni hátt, t.d. metangasframleiðsla úr landbúnaðarúrgangi eða jurtum sem eru ræktaðar sérstaklega í þessum tilgangi. Slík framleiðsla gæti hentað vel hér hjá okkur, þar sem við höfum mikið af ræktuðu landi sem við höfum ekki not fyrir eins og er. Síðan er verið að afla sífellt meiri raforku með vindmyllum og sólarsellum. Í mörgum evrópuríkjum er verið að veita ríkisstyrkjum til slíkrar starfsemi til að styðja við bakið á grænum orkubændum.
mbl.is Hætta skapaðist í kjarnorkuveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband