Hve fljótt bregðast olíufélögin hér við til að lækka?

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort olíufélögin verða jafn fljót að lækka verðið á eldsneyti, eins og þau eru þegar verðið hækkar. Nútíma hagkerfi spákaupmennsku með von um skjótan gróða hefur alltaf tilhneigingu til að halda verðinu uppi, en maður bíður spenntur að sjá hvort þessi jákvæða þróun til lækkunar nú, heldur áfram. Mín skoðun er sú að við íslendingar eigum að setja meiri kraft í að nota innlenda orkugjafa fyrir bílaflotann vegna þess að olíuverðið mun nokkuð örugglega hækka aftur.
mbl.is Verðhrun á olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Che

Ég spái því að íslenzku olíuglæpafélögin muni nota þessa lækkun á heimsmarkaði sem afsökun fyrir að hækka benzínverðið hér á landi. Og eins og venjulega stunda félögin fjögur samráð um verðlagið, þannig að í næstu viku verður lítrinn kominn upp í 245 kr. hjá öllum.

Che, 6.5.2011 kl. 03:11

2 Smámynd: Tryggvi Sveinbjörnsson

Einmitt vegna þess, þurfum við að hraða þróun á nýtingu á innlendum orkugjöfum fyrir samgöngutækin okkar.

Tryggvi Sveinbjörnsson, 6.5.2011 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband