Er aftur komið 2007?

Mér finnst þessar auglýsingar minna einna helst á ástandið sem ríkti hjá okkur síðustu árin fyrir hrun, þegar bankar og lánastofnanir reyndu eins og hægt var að fá fólk til að taka lán sem litu út fyrir að vera mjög hagstæð, en annað kom nú á daginn. Vextir þessara lána eru mjög háir eins og fram kemur í greininni og ég ætla ekki að hafa skoðun á þeim hér, en fólkið sem tekur slík lán út af peningaleysi er mér ráðgáta. Jólin koma og líða hjá eins og þau hafa gert í rúm 2000 ár og það skiptir engu máli hvort maður tók okurlán fyrir rándýrum jólagjöfum eða lét sér duga aðeins minna af veraldlegu dóti, og áhyggjum.


mbl.is Ekki taka lán fyrir jólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þeir sem eru svo heimskir að taka þessi lán, eiga skilð að fara illa út úr því. Einfalt mál.

Halldór Egill Guðnason, 7.12.2011 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband