Kalt Ísland!

Erum við að upplifa það nú á tuttugustu og fyrstu öldinni að fólk geti hugsanlega orðið úti vegna þess að það á ekki húsaskjól, og hefur ekki næturstað annan en strætóskýli? Þetta er farið að minna á ástandið fyrr á öldum þegar fólk hraktist á milli bæja í von um að fá húsaskjól, og var stundum úthýst eins og raunin virðist vera núna í einhverjum tilfellum. Þó að fólk hafi misst heimili sín aleigu sína, og jafnvel fjölskyldu finnst manni að verði að vera til einhver úrræði fyrir alla sem eiga í svona hræðilegum efiðleikum. Þó ber að þakka starf hjálpar samtaka eins og samhjálpar og fleiri, en það þyrfti að vera til einhvert öryggis net eins og Kolbrún Pálína minnist á til að taka við fólki þegar svona er komið. Að sjálfsögðu virðist skjaldborg heimilanna hafa bruggðist svo um munar, og allt of lítið gert í þeim efnum, og eins vinnst mér að þyrfti að gera meira til að efla atvinnu í landinu og auka framleiðslu og útflutning.
mbl.is Sofið í strætóskýlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Ber ekki sveitafélögunum skylda til að útvega þessu fólki húsnæði? Hvað segir stjórnaskráin, eða bara alþjóðasamningar sem við höfum undirgengist?

Sandy, 21.2.2012 kl. 05:28

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Lögin eru ekki til fyrir alla jafnt....

Óskar Arnórsson, 21.2.2012 kl. 07:41

3 Smámynd: corvus corax

Já, verum dugleg að benda á einhverja aðra en okkur sjálf. Tími til aðgerða er löngu runninn upp ...en sem fyrr gerum við ekkert.

corvus corax, 21.2.2012 kl. 15:59

4 Smámynd: Árni Halldórsson

Síðasta vetur urðu 6 manns úti, í Reykjavík.

Árni Halldórsson, 21.2.2012 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband