Rafbíllinn hentar mun betur í borg en dreyfbýli.

Samkvæmt þessu, virðist mér sem rafbíll sé að henta mun betur sem borgarbíll heldur en sem dreyfbýlisbíll. Fólk úti á landi þarf mun stærri rafhlöðu til að geta ferðast frá einum stað til annars, sem þýðir mun meiri mengun við framleiðslu. Síðan má geta þess að brunahreyfill mengar mun meira í snattinu heldur en þegar eknar eru lengri leiðir. Framþróun hefur verið mikil þegar kemur að mengunarvörnum frá dísil vélum hin síðari ár, og vil ég sérstaklega nefna blöndun á AdBlue saman við afgasið í þessu sambandi.  


mbl.is Rafbílar losa 75-80% minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Eg veit ekki hvort þú hefur einhvertímann búið úti á landi en þar sem ég þekki til er endalaust snatt á stuttum vegalengdum, fólk úti á landi er ekki neitt endilegfa alltaf í langferðum.
Og flestir rafbílar sem eru að koma á markað um þessar mundir eiga ekki í neinum erfiðleikum með langferðir.

Einar Steinsson, 3.7.2019 kl. 16:59

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nákvæmlega. Hef sjálfur búið úti á landi og mynstrið er að skutlast stuttar vegalengdir mestan part. Auðvitað fer fólk stundum í langferðir, en það er stutt í að hleðslustöðvar verði komnar upp út um allt land.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.7.2019 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband