Biogas, eða Metangas gæti verið hluti af orkuöflun framtíðarinnar.

Ég er á þeirri skoðun að við ættum að nota sem mest af lífrænum úrgangi sem til fellur til metangas framleiðslu. Einnig má skoða þann möguleika að rækta uppskerumiklar plöntur til framleiðslu á gasi, eins og gert er í vaxandi mæli í Evrópu, og í raun út um allan heim. Hér höfum við mikið af ræktuðu landi sem við notum ekki til matvælaframleiðslu, þannig að þetta gæti aukið atvinnustarfsemi og þétt byggð í sveitum. Mér finnst að við íslendingar séum ansi langt á eftir, þegar kemur að hugmyndum um biogas framleðslu og nýtingu á vindorku.
Ávinningur af því að nýta þessa orku væri. Hreinna umhvefi, það kæmi töluverð atvinna í kring um þetta, og gjaldeyrir myndi sparast í minni innflutningi á bensíni og olíu.
mbl.is Metan gæti knúið 30.000 bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband