Fylgja lokanir nýjum byggingum?!!

Það er alveg stórmerkilegt að nýjum byggingum og stórbættri aðstöðu fylgi lokanir. Það verður að segjast eins og er að aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk hefur fram undir þetta ekki verið nægilega gott við heilsugæslustöðina á Hellu. Nú loksins þegar úr þessu hefur verið bætt með myndarlegum hætti, dettur fólki ekkert annað betra í hug en að loka!
Ég á svolítið erfitt með að skilja tilganginn með nýjum byggingum utan um þessa starfsemi, þegar þjónusta er skert í kjölfarið, og einingum lokað. Hver verður þá niðurstaðan þegar búið verður að byggja nýtt sjúkrahús í Reykjavík, verða þá til peningar til að reka sjúkrahús og hjúkrunarstarfsemi í landinu?
mbl.is Mótmæla lokun á Hellu harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband