Hljóðumhverfi á vinnustöðum.

Eftir að hafa heyrt viðtal við Bryndísi Guðmundsdóttur um hávaða á leikskólum, bregður manni sannarlega að hafa heyrt þær niðurstöður sem hún greindi frá. Að sjö ára börn séu farin að fá eyrnasuð (tinnítus) er eitthvað sem fólk á ekki að þurfa að sætta sig við. Ég tel að rangt hannaðar byggingar séu stór ástæða þess að hávaði á leikskólum, svo og öðrum vinnustöðum, og jafnvel heimilum er fyrir ofan hættumörk. Ein leið til að draga úr endurkasti hljóðs er að hafa veggi hornskakka og loft hallandi, en þá ná hljóðbylgjurnar ekki að endurkastast, á milli tveggja samliggjandi flata og búa þannig til bergmál. Steinull (þéttull) er oft notuð til að einangra loft og veggi, og er einnig mjög góð til að dempa hljóð. Oftast er síðan klætt innan á steinullina með hörðum og sléttum plötum sem skapa endurkast, þannig finnst mér að fólk hugsi ekki nægilega um hljóð umhverfi þegar valin eru klæðningarefni innan á veggi, upp í loft og á gólfin, en þau skipta mestu máli til að ná fram þægilegu hljóðumhverfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband