Færsluflokkur: Bloggar

Rafbíllinn hentar mun betur í borg en dreyfbýli.

Samkvæmt þessu, virðist mér sem rafbíll sé að henta mun betur sem borgarbíll heldur en sem dreyfbýlisbíll. Fólk úti á landi þarf mun stærri rafhlöðu til að geta ferðast frá einum stað til annars, sem þýðir mun meiri mengun við framleiðslu. Síðan má geta þess að brunahreyfill mengar mun meira í snattinu heldur en þegar eknar eru lengri leiðir. Framþróun hefur verið mikil þegar kemur að mengunarvörnum frá dísil vélum hin síðari ár, og vil ég sérstaklega nefna blöndun á AdBlue saman við afgasið í þessu sambandi.  


mbl.is Rafbílar losa 75-80% minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki örvænta. Það er lítið mál að setja upp rafræn skilríki á Apple tölvu!

Við uppsetningu rafrænna skilríkja á Apple ætti fólk fyrst að setja upp Firefox vafra. Síðan, prufa að opna System Preferences og velja þar þar General flipann. Opna þar Security & Privacy og velja: Allow applications from Anywhere. Þá þarf væntanlega að opna lásinn neðst vinstramegin og til þess þarf lykilorðið að tölvunni.
Þá ætti að vera auðvelt að setja upp forrit fyrir rafræn skilríki á Apple tölvunni.
Það má breyta þessu aftur eins og það var á tölvunni þegar forritið hefur verið sett upp.


Kalt Ísland!

Erum við að upplifa það nú á tuttugustu og fyrstu öldinni að fólk geti hugsanlega orðið úti vegna þess að það á ekki húsaskjól, og hefur ekki næturstað annan en strætóskýli? Þetta er farið að minna á ástandið fyrr á öldum þegar fólk hraktist á milli bæja í von um að fá húsaskjól, og var stundum úthýst eins og raunin virðist vera núna í einhverjum tilfellum. Þó að fólk hafi misst heimili sín aleigu sína, og jafnvel fjölskyldu finnst manni að verði að vera til einhver úrræði fyrir alla sem eiga í svona hræðilegum efiðleikum. Þó ber að þakka starf hjálpar samtaka eins og samhjálpar og fleiri, en það þyrfti að vera til einhvert öryggis net eins og Kolbrún Pálína minnist á til að taka við fólki þegar svona er komið. Að sjálfsögðu virðist skjaldborg heimilanna hafa bruggðist svo um munar, og allt of lítið gert í þeim efnum, og eins vinnst mér að þyrfti að gera meira til að efla atvinnu í landinu og auka framleiðslu og útflutning.
mbl.is Sofið í strætóskýlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við verðum öll gömul, ef við lifum nógu lengi.

Mér finnst þau sem ráða málum gamla fólksins ekki gera sér nægilega grein fyrir því að við munum flest okkar eldast og verða gamalt fólk áður en við deyjum,  þau líka.                                             Það á að vera sjálfsagt að fólk haldi sjálfsvirðingu sinni, og fái aðstoð á sínum forsendum þegar þörf er á, en ég tel að aðstoð og þjónusta við gamla fólkið þurfi að vera mun sveigjanlegri en verið hefur.

 


mbl.is Staða Alberts óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver væri staða Íslands?

Maður veltir því fyrir sér hver væri staða Íslands innan ESB, nú á síðustu og verstu tímum þegar hrykktir í stoðum myntsamstarfsins í Evrópu, og menn tala um aukið regluverk, nánara samstarf, og jafnvel aukið framsal einstakra ríkja á fullveldi. Þetta leiðir hugann að því, að þótt ríki nái ásættanlegum samningum við ESB, er alltaf hætta á því að samningar verði teknir upp síðar og þeim breytt. Núna virðist svo sem Bretar reyni að standa upp í hárinu á evruríkjum ESB, og það verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur í þeirri deilu.


mbl.is Styðja afstöðu Camerons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er aftur komið 2007?

Mér finnst þessar auglýsingar minna einna helst á ástandið sem ríkti hjá okkur síðustu árin fyrir hrun, þegar bankar og lánastofnanir reyndu eins og hægt var að fá fólk til að taka lán sem litu út fyrir að vera mjög hagstæð, en annað kom nú á daginn. Vextir þessara lána eru mjög háir eins og fram kemur í greininni og ég ætla ekki að hafa skoðun á þeim hér, en fólkið sem tekur slík lán út af peningaleysi er mér ráðgáta. Jólin koma og líða hjá eins og þau hafa gert í rúm 2000 ár og það skiptir engu máli hvort maður tók okurlán fyrir rándýrum jólagjöfum eða lét sér duga aðeins minna af veraldlegu dóti, og áhyggjum.


mbl.is Ekki taka lán fyrir jólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar og evran

Mér finnst merkilegt hversu mikla áherslu margir leggja á að Ísland gangi í Evrópusambandið, núna þegar Evrópusambandsríkin virðast eiga í erfiðleikum með að halda evrunni stöðugri. Við verðum sannarlega að vona að þeim takist að forða sér frá stóráföllum og halda stöðugleika í efnahagsmálum sínum. Samt verður því ekki neitað að fréttaflutningur af vandamálum evruríkjanna minnir svolítið á fréttaflutninginn sem var hjá okkur á Íslandi síðustu mánuði fyrir hrun. Það er talað um björgunarpakka og lánalínur þegar aðalvandamálið virðist vera of mikil skuldasöfnun sem þarf að vinda ofanaf með einhverjum hætti, og virðist mér sem niðurskurður og skattahækkanir séu þau meðul sem helst verða notuð eins og hjá okkur íslendingum. Að mínu mati er kannski aðalmálið að vera með arðbæra og fjölbreytta framleiðslu til útflutnings og heimabrúks og ná þannig jákvæðum viðskiptajöfnuði við útlönd. 

Hljóðumhverfi á vinnustöðum.

Eftir að hafa heyrt viðtal við Bryndísi Guðmundsdóttur um hávaða á leikskólum, bregður manni sannarlega að hafa heyrt þær niðurstöður sem hún greindi frá. Að sjö ára börn séu farin að fá eyrnasuð (tinnítus) er eitthvað sem fólk á ekki að þurfa að sætta sig við. Ég tel að rangt hannaðar byggingar séu stór ástæða þess að hávaði á leikskólum, svo og öðrum vinnustöðum, og jafnvel heimilum er fyrir ofan hættumörk. Ein leið til að draga úr endurkasti hljóðs er að hafa veggi hornskakka og loft hallandi, en þá ná hljóðbylgjurnar ekki að endurkastast, á milli tveggja samliggjandi flata og búa þannig til bergmál. Steinull (þéttull) er oft notuð til að einangra loft og veggi, og er einnig mjög góð til að dempa hljóð. Oftast er síðan klætt innan á steinullina með hörðum og sléttum plötum sem skapa endurkast, þannig finnst mér að fólk hugsi ekki nægilega um hljóð umhverfi þegar valin eru klæðningarefni innan á veggi, upp í loft og á gólfin, en þau skipta mestu máli til að ná fram þægilegu hljóðumhverfi.

Fylgja lokanir nýjum byggingum?!!

Það er alveg stórmerkilegt að nýjum byggingum og stórbættri aðstöðu fylgi lokanir. Það verður að segjast eins og er að aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk hefur fram undir þetta ekki verið nægilega gott við heilsugæslustöðina á Hellu. Nú loksins þegar úr þessu hefur verið bætt með myndarlegum hætti, dettur fólki ekkert annað betra í hug en að loka!
Ég á svolítið erfitt með að skilja tilganginn með nýjum byggingum utan um þessa starfsemi, þegar þjónusta er skert í kjölfarið, og einingum lokað. Hver verður þá niðurstaðan þegar búið verður að byggja nýtt sjúkrahús í Reykjavík, verða þá til peningar til að reka sjúkrahús og hjúkrunarstarfsemi í landinu?
mbl.is Mótmæla lokun á Hellu harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ákvörðun innanríkisráðherra röng?

Mér finnst margt óljóst í þessu máli, eins og af hverju þarf Huang Nubo að kaupa risastórt landflæmi undir ferðaþjónustu á Íslandi? Af hverju var ekki nóg fyrir hann að kaupa lóð undir byggingar og önnur mannvirki sem þessu tengjast? Hefði leiga til langs tíma getað komið til greina? Hefðu Íslensk stjórnvöld hugsanlega getað náð einhverju samkomulagi við þessa fjárfesta sem sátt hefði verið um hér á Íslandi? Eins og sjá má hef ég ekkert annað fram að færa en spurningar í þessu máli og finnst rétt að það sé skoðað vel frá öllum hliðum. Svo finnst mér að það hefði jafnvel mátt kynna þetta betur áður en ákvörðun innanríkisráðherra lá fyrir.
mbl.is Huang snýr sér til Finnlands og Svíþjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband