Færsluflokkur: Bloggar

Hvenær er von, og hvenær ekki.

Mér finnst þessi umræða vekja upp margar spurningar. Auðvitað er nauðsynlegt að lyfjagjöfum sé hagað með skynsamlegum hætti, en hvenær fer sparnaður að koma niður á sjúku fólki sem leggur allt sitt traust á lækninn sinn?
Geta menn alltaf verið 100% vissir hvenær er hægt að bjarga lífi sjúklings og hvenær ekki?
Bara vangaveltur þess sem ekkert veit um málið.
mbl.is Krabbameinsútgjöld stjórnlaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við getum strax farið að spara.

Með því að draga úr ökuhraða um 10-15% má minnka eldsneytiseyðslu um 20% í þjóðvegaakstri. Vandamálið er bara það að flestir vilja aka á 90-100 km hraða og þolinmæði ökumanna er oft af skornum skamti, þess vegna gæti skapast hættuástand ef maður fylgir ekki þeim umferðahraða sem er á veginum hverju sinni. Hins vegar er sjálfsagt að prufa sig áfram með þetta þegar umferð er lítil. Ég verð að segja að ég varð mjög hissa eftir að hafa prufað þetta á mínum bíl og séð hvað sparnaðurinn er mikill.
mbl.is Bílar verði sparneytnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarlína verður að virka alltaf í öllum tilfellum.

Það að neyðarlínan sé ekki að virka þegar svona hræðilegir atburðir gerast er eitthvað sem þarf að skoða sérstaklega og sjá svo um að endurtaki sig ekki. Það að gerist hræðilegir atburðir á einum stað, þarf ekki að útiloka að eitthvað annað geti skeð á sama tíma á öðrum stað. Þess vegna finnst manni svo óskiljanlegt að það hafi ekki verið tekið mark á fólki sem hringdi í neyðarlínu út af atburði sem var í raun enn stærri og hræðilegri en hinn fyrri.
mbl.is Lögregla trúði honum ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi nokkurn undra!

Reynsla japönsku þjóðarinnar af kjarnorku í gegn um tíðina er slík, að mér finnst eðlilegt að þeim finnist nú nóg komið. Gallinn er bara sá að nútíma maðurinn er sífellt á höttunum eftir meiri orku og þess vegna er freistingin mikil að beisla kjarnorku til rafmagnsframleiðslu. Ég tel hins vegar að við verðum að fara meira út í að afla orku sem er í sátt við umhverfið sem við lifum í t.d. vindorku og sólarorku sem er alltaf til staðar í umhverfinu í kringum okkur. Síðan þarf að nýta allan lífrænan úrgang til fraleiðslu á metan gasi, sem kæmi til með að hreinsa andrúmsloftið um leið.
mbl.is Japanar mótmæla kjarnorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve fljótt bregðast olíufélögin hér við til að lækka?

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort olíufélögin verða jafn fljót að lækka verðið á eldsneyti, eins og þau eru þegar verðið hækkar. Nútíma hagkerfi spákaupmennsku með von um skjótan gróða hefur alltaf tilhneigingu til að halda verðinu uppi, en maður bíður spenntur að sjá hvort þessi jákvæða þróun til lækkunar nú, heldur áfram. Mín skoðun er sú að við íslendingar eigum að setja meiri kraft í að nota innlenda orkugjafa fyrir bílaflotann vegna þess að olíuverðið mun nokkuð örugglega hækka aftur.
mbl.is Verðhrun á olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan koma tveir milljarðar?

Þetta er nú að verða einhver hringavitleysa!!! Það er stutt síðan fólk mótmælti kröftuglega hugmyndum um vegatolla út úr Reykjavík, þannig að nú lítur út fyrir það að þeir sem stjórna hér hafi verulega skerta sjón og heyrn, auk þess sem alzheimer gæti verið kominn á alvarlegt stig. Í miðri umræðu um hugsanlegar kjarabætur er svo strax farið að hugsa leiðir til þess að ná þeim strax upp úr hinum vasanum hjá fólki. Umferð hefur dregist verulega saman vegna þess hve eldsneyti er dýrt, og þá finnst mér ekki vera forgangs mál að tvöfalda veginn frá Reykjavík að Selfossi á meðan. Mér finnst að þurfi hins vegar skapa atvinnu í gegnum fleiri verkefni sem væru raunverulega að skapa einhver verðmæti til hagsbóta fyrir samfélagið allt, og sérstaklega til að auka útflutning og fá gjaldeyri inn í landið.
mbl.is Veggjöld gætu skilað tveimur milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo þeir skutu hann þá eftir allt saman.

Miðað við hvernig umræðan hefur verið, hélt ég að til stæði að senda björninn til Reykjavíkur í fjölskyldu og húsdýragarðinn og hafa hann þar til sýnis fyrir gesti og gangandi. Einnig hefði verið hægt að svæfa dýrið og senda það aftur til heimkynna sinna.
mbl.is Hvítabjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggi í kjarnorkuverum

Þetta mál sýnir svo ekki verður um villst, að öryggi í kjarnorkuverum er í nörgum tilfellum ábótavant. Samt er haldið áfram á sömu braut, í stað þess að leita leiða til að framleiða orku í meiri sátt við umhverfið sem mengar minna og skapar minni hættu. Ég minni á að það er mikil vakning víða í Evrópu um að frameiða orku á vistvænni hátt, t.d. metangasframleiðsla úr landbúnaðarúrgangi eða jurtum sem eru ræktaðar sérstaklega í þessum tilgangi. Slík framleiðsla gæti hentað vel hér hjá okkur, þar sem við höfum mikið af ræktuðu landi sem við höfum ekki not fyrir eins og er. Síðan er verið að afla sífellt meiri raforku með vindmyllum og sólarsellum. Í mörgum evrópuríkjum er verið að veita ríkisstyrkjum til slíkrar starfsemi til að styðja við bakið á grænum orkubændum.
mbl.is Hætta skapaðist í kjarnorkuveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hátt eldsneytisverð slæmt?

Manni finnst það blóðugt að þurfa að borga 10-15.þúsund krónur fyrir að fylla á tankinn á litlum jeplingi, en veltir því fyrir sér um leið hvort þetta háa orkuverð ætti ekki að hvetja fólk til dáða í því að þróa hreina og sjálfbæra orkugjafa. Við íslendingar höfum mikla orku í fallvötnum og jarðvarma, en höfum ekki beislað vindorku að neinu marki enn sem komið er, en þar tel ég að séu mikil sóknarfæri fyrir okkur sem búum hér á þessu vindasama landi. Öflun orku með vindmyllum fer mjög vel saman með vatnsorkuverum, þar sem þá er hægt að stjórna rennslinu í gegnum vatnsaflsvirkjanirnar eftir því hversu vel vindurinn blæs hverju sinni. Síðan getum við hugsað okkur rafbila, vetnisbíla eða jafnveð loftknúin ökutæki sem geta gengið á hreinni íslenskri orku. Mér finnst ganga allt of hægt að þoka þessum málum áfram, en velti því fyrir mér hvort allt of hátt eldsneytisverð gæti aukið áhuga á því að finna betri lausnir á því að koma raforku fyrir í ökutækjum í meira magni en nú er og geyma hana með öruggum hætti.
mbl.is Ríkið lækki bensínskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biogas, eða Metangas gæti verið hluti af orkuöflun framtíðarinnar.

Ég er á þeirri skoðun að við ættum að nota sem mest af lífrænum úrgangi sem til fellur til metangas framleiðslu. Einnig má skoða þann möguleika að rækta uppskerumiklar plöntur til framleiðslu á gasi, eins og gert er í vaxandi mæli í Evrópu, og í raun út um allan heim. Hér höfum við mikið af ræktuðu landi sem við notum ekki til matvælaframleiðslu, þannig að þetta gæti aukið atvinnustarfsemi og þétt byggð í sveitum. Mér finnst að við íslendingar séum ansi langt á eftir, þegar kemur að hugmyndum um biogas framleðslu og nýtingu á vindorku.
Ávinningur af því að nýta þessa orku væri. Hreinna umhvefi, það kæmi töluverð atvinna í kring um þetta, og gjaldeyrir myndi sparast í minni innflutningi á bensíni og olíu.
mbl.is Metan gæti knúið 30.000 bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband