Hvaðan koma tveir milljarðar?

Þetta er nú að verða einhver hringavitleysa!!! Það er stutt síðan fólk mótmælti kröftuglega hugmyndum um vegatolla út úr Reykjavík, þannig að nú lítur út fyrir það að þeir sem stjórna hér hafi verulega skerta sjón og heyrn, auk þess sem alzheimer gæti verið kominn á alvarlegt stig. Í miðri umræðu um hugsanlegar kjarabætur er svo strax farið að hugsa leiðir til þess að ná þeim strax upp úr hinum vasanum hjá fólki. Umferð hefur dregist verulega saman vegna þess hve eldsneyti er dýrt, og þá finnst mér ekki vera forgangs mál að tvöfalda veginn frá Reykjavík að Selfossi á meðan. Mér finnst að þurfi hins vegar skapa atvinnu í gegnum fleiri verkefni sem væru raunverulega að skapa einhver verðmæti til hagsbóta fyrir samfélagið allt, og sérstaklega til að auka útflutning og fá gjaldeyri inn í landið.
mbl.is Veggjöld gætu skilað tveimur milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta á bara að vera hóflegt segir hann; 250-500 kall. Það eru ekki nema 4-8 milljónir bílferða til að ná upp í væntingarnar um tvo milljarða, svo við verðum að hafa okkur alla við til að hjálpa kallinum með þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.5.2011 kl. 14:01

2 Smámynd: Tryggvi Sveinbjörnsson

Ég var að hugsa um undirskriftarsöfnunina sem FÍB stóð fyrir í janúar og ég velti því fyrir mér hvort hún sé nú að fullu gleymd og grafin:(

Tryggvi Sveinbjörnsson, 3.5.2011 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband